Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. júní 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geir Þorsteins orðaður við KR
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík S. Georgsson var kosinn nýr formaður KR á dögunum. Það kom fram í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að hann sé með augastað á Geir Þorsteinssyni sem nýjum framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

Jónas Kristinsson sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri eftir 13 ára farsælt starf í kringum formannsslaginn.

„Það sem maður heyrir núna að þessi Lúðvík ætli að ráða Geir Þorsteinsson," sagði Hugi Halldórsson í The Mike Show.

„Geir Þorsteinsson er náttúrulega KR-ingur, það vita allir. Það væri ekki slök ráðning," sagði útvarps- og íþróttafréttamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason.

Geir er fyrrum formaður KSÍ en undanfarið hefur hann unnið sem framkvæmdastjóri ÍA við góðan orðstír.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner