Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 09. júní 2021 20:51
Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Magnússon ráðinn til Kristianstad (Staðfest)
Þorsteinn Magnússon heldur til Svíþjóðar á morgun.
Þorsteinn Magnússon heldur til Svíþjóðar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon hefur verið ráðinn til Kristianstad í Svíþjóð en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í kvöld.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og er með Björn Sigurbjörnsson sér til aðstoðar. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir leika með liðinu og Kristín Hólm Geirsdóttir er styrktarþjálfari.

Þorsteinn hefur verið markmannsþjálfari hjá Fylki og ÍBV í sumar en flýgur til Svíþjóðar á morgun til að taka við nýju starfi. Brett Maron er markvörður Kristianstad en hún lék áður með Aftureldingu og Val hér á landi.

Hann sagði við Fótbolta.net að hann muni klára tímabilið með Kristianstad og í kjölfarið muni hann setjast niður með félaginu og ræða framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner