Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 09. júní 2023 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez verður áfram hjá Gremio
Mynd: Getty Images

Lionel Messi staðfesti á dögunum að hann sé á lið til Inter Miami í MLS deildinni í bandaríkjunum.


Í kjölfarið fóru sögur af stað um að hann ætlaði að taka þrjá fyrrum liðsfélaga sína frá Barcelona með sér, þá Sergio Busquets, Jordi Alba og Luis Suárez.

Busquets og Alba fara frá Barcelona í sumar og enn möguleiki á því að þeir fari til Miami en Suare hefur staðfest að hann verði um kyrrt í Brasilíu.

„Þetta er rangt, það er ómögulegt. Ég er mjög ánægður hjá Gremio og er á samning til ársins 2024," sagði Suarez.


Athugasemdir
banner