Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 09. júní 2024 14:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó ekki með á æfingunni í dag
Icelandair
Daníel Leó ræðir við Jörund Áka Sveinsson á æfingunni í dag
Daníel Leó ræðir við Jörund Áka Sveinsson á æfingunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel Leó Grétarsson var ekki með á æfingu landsliðsins í dag vegna meiðsla.


Íslenska landsliðið er að æfa á De Kuip í Hollandi þessa stundina þar sem liðið mætir heimamönnum í æfingaleik annað kvöld. Þetta er síðasti leikur hollenska liðsins fyrir EM.

Allir aðrir leikmenn íslenska liðsins eru með á æfingunni.

Daníel Leó leikur með danska liðinu SønderjyskE en hann var í byrjunarliðinu hjá landsliðinu gegn Englandi á Wembley á föstudaginn.


Athugasemdir
banner
banner