Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
   sun 09. júní 2024 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Gylfi í leik með Val
Gylfi í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í leikmannahóp Vals er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Keflavík eftir vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld. Gylfi var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik og hafði um leikinn að segja.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Erfiður leikur, erfiður útivöllur að koma á. Við gerðum það sem þurfti og eiginlega ekkert meira en það.

Gylfi sem er að snúa aftur á völlinn eftir bakmeiðsli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Mínúturnar urðu þó heldur fleiri en lagt var upp með þegar leikurinn fór í framlengingu.

„Já planið var að sjá hvernig leikurinn þróaðist og svo 15-20 mínútur. Þetta varð svo aðeins meira en það en vonandi verð ég bara fínn á morgun og kannski jákvætt bara að ég spilaði meira.“

Gylfi sem áður spilaði á bestu völlum heims á Englandi var að spila sinn fyrsta mótsleik á náttúrulegu grasi þetta sumarið og hafði um vallaraðstæður að segja.

„Miðað við veðrið hérna síðustu vikur og mánuði er standið á vellinum bara fínt. Hann er ekkert fullkominn og í svona mikilli sól verður hann fljótt þurr en miðað við aðstæður bara í fínu standi.“

Gylfi líkt og margir aðrir landsmenn fylgdist með sigri Íslands á Englandi á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Hvernig var tilfinningin fyrir hann að fylgjast með úr sófanum?

„Eins og öllum öðrum íslendingum fannst mér geggjað að sjá hversu vel þeir spiluðu. Það er alltaf erfitt að horfa á landsliðið spila og vera ekki sjálfur á staðnum en bara mjög flottur leikur hjá þeim og góð úrslit.“

Rökrétt framhald var að spyrja Gylfa út í sína framtíð með landsliðinu og hvort það væri ekki markmið að snúa aftur í hópinn fyrr en síðar.

„Mér líður eins og ég geti spilað í mörg ár í viðbót svo lengi sem ég verð ekkert mikið meiddur, mér líður tiltölulega vel í löppunum og líkamanum. Auðvitað svekkjandi smámeiðsl sem ég lenti í núna en ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner