Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   sun 09. júní 2024 20:58
Sverrir Örn Einarsson
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Gylfi í leik með Val
Gylfi í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í leikmannahóp Vals er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með sigri á Keflavík eftir vítaspyrnukeppni fyrr í kvöld. Gylfi var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik og hafði um leikinn að segja.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

„Erfiður leikur, erfiður útivöllur að koma á. Við gerðum það sem þurfti og eiginlega ekkert meira en það.

Gylfi sem er að snúa aftur á völlinn eftir bakmeiðsli kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Mínúturnar urðu þó heldur fleiri en lagt var upp með þegar leikurinn fór í framlengingu.

„Já planið var að sjá hvernig leikurinn þróaðist og svo 15-20 mínútur. Þetta varð svo aðeins meira en það en vonandi verð ég bara fínn á morgun og kannski jákvætt bara að ég spilaði meira.“

Gylfi sem áður spilaði á bestu völlum heims á Englandi var að spila sinn fyrsta mótsleik á náttúrulegu grasi þetta sumarið og hafði um vallaraðstæður að segja.

„Miðað við veðrið hérna síðustu vikur og mánuði er standið á vellinum bara fínt. Hann er ekkert fullkominn og í svona mikilli sól verður hann fljótt þurr en miðað við aðstæður bara í fínu standi.“

Gylfi líkt og margir aðrir landsmenn fylgdist með sigri Íslands á Englandi á Wembley síðastliðið föstudagskvöld. Hvernig var tilfinningin fyrir hann að fylgjast með úr sófanum?

„Eins og öllum öðrum íslendingum fannst mér geggjað að sjá hversu vel þeir spiluðu. Það er alltaf erfitt að horfa á landsliðið spila og vera ekki sjálfur á staðnum en bara mjög flottur leikur hjá þeim og góð úrslit.“

Rökrétt framhald var að spyrja Gylfa út í sína framtíð með landsliðinu og hvort það væri ekki markmið að snúa aftur í hópinn fyrr en síðar.

„Mér líður eins og ég geti spilað í mörg ár í viðbót svo lengi sem ég verð ekkert mikið meiddur, mér líður tiltölulega vel í löppunum og líkamanum. Auðvitað svekkjandi smámeiðsl sem ég lenti í núna en ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót.“

Sagði Gylfi en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner