Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 09. júní 2024 15:32
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Hollandi - Brynjar Ingi inn?
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson er að glíma við meiðsli og æfði ekki á De Kuip í dag, þar sem Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik annað kvöld.

Daníel átti frábæran leik í sigrinum gegn Englandi þar sem hann og Sverrir Ingi Ingason náðu frábærlega saman. Hann meiddist á hásin í leiknum en kláraði leikinn meiddur.

Búast má við því að Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður HamKam í Noregi, komi inn í byrjunarliðið ef Daníel verður ekki leikfær.

Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í dag að tekin yrði ákvörðun varðandi Daníel á morgun.

Brynjar, sem er fyrrum leikmaður KA, á sextán landsleiki að baki og tvö mörk. Hann var fastamaður í vörn íslenska liðsins í eitt ár, frá 2021 til 2022, en missti svo sæti sit.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur notað þennan glugga í að halda áfram að vinna í varnarleik íslenska liðsins og við spáum því að nánast sama byrjunarlið verði og í leiknum gegn Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner