Milos Milojevic, þjálfari Víkings spjallaði við fjölmiðla eftir 2-2 jafnteflið við FH í dag.
Víkingar byrjuðu leikinn töluvert betur og komust yfir en undir lokin þurfti Óttar Magnús Karlsson að skora til að tryggja liðinu eitt stig.
Víkingar byrjuðu leikinn töluvert betur og komust yfir en undir lokin þurfti Óttar Magnús Karlsson að skora til að tryggja liðinu eitt stig.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Víkingur R.
„Þetta er búið að vera saga okkar í sumar, það er búið að vera margir leikir þar sem við áttum að fá þrjú stig. Ég er mjög ánægður með svar leikmanna eftir leikinn gegn Fylki"
„Ég er mjög óánægður með að þetta er í þriðja skipti sumar sem menn ákveða að skilja vini sína eftir úti á velli að láta þá berjast í 60+ mínútur. Ég sagði það eftir síðasta atvik sem Martin Svensson fékk að þá verður refsing."
„Tufa fær manninn í bakið og hann svarar með olnbogaskoti í magann. Hann var að sjá hvort Böddi væri búinn að vera duglegur í ræktinni í vetur. Það má hiklaust gefa rautt spjald á þetta en það má sleppa með gult spjald."
„Maður refsar útlendingum með að senda þá heim," sagði MIlos.
Athugasemdir