Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   þri 09. júlí 2024 09:54
Elvar Geir Magnússon
Everton hafnaði öðru tilboði Man Utd - Kemur það þriðja?
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Everton hefur hafnað öðru tilboði Manchester United í enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite. Tilboðið var að verðmæti 50 milljóna punda.

Daily Mail segir Everton vilja fá nær 70 milljónum fyrir þennan 22 ára miðvörð og spurning hvort þriðja tillboðið komi frá United.

Stjórn Manchester United fundaði í gær um leikmannakaup en félagið hefur einnig verið að reyna að fá hollensku landsliðsmennina Matthijs de Ligt og Joshua Zirkzee.

Samkvæmt fréttum þá er félagið nálægt því að landa Zirkzee sem er sóknarmaður Bologna. Þá vonast félagið til að ná samkomulagi við Bayern München um varnarmanninn De Ligt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner