Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. ágúst 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö lið í Pepsi Max-deildinni ekki með varamarkvörð
Friðrika Arnardóttir, aðalmarkvörður Þróttar.
Friðrika Arnardóttir, aðalmarkvörður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Reykjavík hefur ekki verið með varamarkvörð á bekknum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Það var komið inn á það í Heimavellinum þann 28. júlí síðastliðinn að það mátti litlu muna að útileikmaður hefði farið í markið í 5-0 tapi gegn Breiðabliki.

„Þær hafa ekki verið með varamarkvörð og mér finnst það nokkuð djarft að tefla þannig," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Þróttur er samning við Agnesi Þóru Árnadóttur, sem er ekki að æfa mikið fótbolta. Hún var kölluð út í leikinn gegn Breiðabliki þar sem Friðrika Arnardóttir, aðalmarkvörður, var veik.

„Leikurinn var byrjaður og á 13. mínútu kemur allt í einu skipting. Friðrika kemur út af og einhver huldukona inn á. Sú sem kemur inn var í Breiðabliksbúning merktri Telmu Ívarsdóttur. Við vorum að reyna að nota útilokunaraðferðina. Það kom í ljós að Frikka var orðin drulluveik og Agnes var ræst út. Hún kemur á sprettinum rétt fyrir leik og var ekki klár í að byrja leikinn."

„Þetta er djarft hjá Þrótturum að taka sénsinn á svona. Ef Agnes hefði verið með slökkt á símanum, ertu þá að fara að setja útileikmann í markið? Verða þær ekki að redda þessu?"

Þess má geta að Stjarnan, sem er einnig í Pepsi Max-deildinni, hefur ekki heldur verið með varamarkvörð í sumar. Félagaskiptaglugginn er opinn núna og geta þessi lið bætt við varamarkverði.

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í Heimavellinum.
Heimavöllurinn - Sif Atla, Svíþjóð og mikið Maxað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner