Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 09. ágúst 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd boðið að kaupa Morata
Mynd: EPA
Manchester United er í framherjaleit þessa stundina og var félagið síðustu daga orðað við Marko Arnautovic hjá Bologna. Ekkert verður úr því að hann verði keyptur til United en nú horfa Rauðu djöflarnir annað.

Samkvæmt heimildum ESPN hefur United verið boðið að kaupa Alvaro Morata frá Atletico Madrid.

Morata er 29 ára gamall Spánverji sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Atletico. Hann hefur síðustu tvö tímabil verið á láni hjá Juventus og hefur þá einnig verið hjá Chelsea á sínum ferli.

Christian Eriksen byrjaði sem fremsti maður þegar United mætti Brighton á sunnudag. Anthony Martial glímir við meiðsli og þá var metið að Cristiano Ronaldo væri ekki í nægilega góðu leikformi til að byrja leiki.

Morata skoraði 32 mörk í 92 leikjum með Juventus síðustu tvö tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner