„Tvískipt. Fyrstu fimmtán-tuttgu erum við bara ekki með. Föllum allt of djúpt og gerum kannski ekki hlutina sem við ætluðum að framkvæma en eftir að Valur kemst yfir og við fáum meiri ró í okkar leik þá var ég virkilega ánægður með svörin frá leikmönnum,“ sagði Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar eftir jafntefli við Val í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Valur
„Seinni hálfleikur fannst mér mjög vel spilaður þannig heilt yfir er ég bara virkilega sáttur.“
„Valur var ekki, fyrir utan fyrsta korterið að, voru þær ekki að ná að skapa mikið og ég held að heilt yfir jafnaðist leikurinn þar. Heilt yfir fannst mér við alveg eiga skilið stig úr þessum leik.“
Nú eru tveir leikir í að deildinni verði skipt upp í efri sex og neðri fjögur liðin. Stjarnan og Þróttur eru jöfn að stigum eftir kvöldið í 6. og 7. sætinu. „Við þurfum bara að halda áfram á sömu braut og það þarf bara að vinna vinnuna aftur.”
„Næsti leikur byrjar 0-0 og við fáum ekkert frá þessum leik þangað þannig það er bara spurning um að leggja sig eftir því.”
Næstu tveir leikir Stjörnunar eru gegn Þór/KA og Þróttur. „Þór/KA, Þróttur þetta eru flott lið. Eiginlega allir leikirnir sem við höfum verið að spila hafa verið hörkuleikir og þetta verða bara tveir hörkuleikir í viðbót.”
Viðtalið við Jóhannes Karl má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.