Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. september 2020 17:56
Victor Pálsson
Sky: Man Utd færist nær Sancho
Mynd: Getty Images
Eins og margir vita hefur Manchester United reynt að næla í vængmanninn Jadon Sancho í sumar en hann er leikmaður Borussia Dortmund.

Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála Dortmund, gaf það út fyrr í mánuðinum að líklegt væri að Sancho myndi ekki fara frá félaginu í þessum glugga.

Dortmund vill fá allt að 108 milljónir punda fyrir leikmanninn sem lék með enska landsliðinu gegn því íslenska um helgina og hafði betur, 1-0.

Sky Sports greinir frá því nú rétt í þessu að United sé enn að reyna við Sancho og að útlitið sé betra í dag en fyrir sólahring síðan.

Sky segir að United sé búið að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan og umboðsmann hans og á aðeins eftir að semja við þýska félagið.

Sancho er aðeins 20 ára gamall en hann lék með Manchester City áður en hann samdi við Dortmund árið 2017.

Enska deildin hefst um næstu helgi en félagaskiptaglugginn er opinn til 5. október næstkomandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner