Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 09. september 2022 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Potter er dýrasti fótboltastjóri sögunnar
Graham Potter núna dýrasti knattspyrnustjóri sögunnar eftir að Chelsea fékk hann frá Brighton.

Chelsea rak Thomas Tuchel fyrr í þessari viku og var Potter ráðinn í staðinn.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea.

Þetta er dýr ráðning fyrir Chelsea en Potter kostar alls 23 milljónir evra. Samkvæmt Transfermarkt er Englendingurinn dýrasti fótboltastjóri sögunnar.

Hann tekur núna fram úr Julian Nagelsmann sem Bayern München borgaði RB Leipzig 20 milljón evra.


Athugasemdir