Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Indverskt félag sagði nei við Balotelli
Mynd: Getty Images
Það hefur sæmilega jarðtengingin fyrir Mario Balotelli þegar Kerala Blasters sagði takk en nei takk þegar félaginu stóð til boða að fá ítalska framherjann í sínar raðir.

Það er Daily Mail sem greinir frá.

Balotelli er án félags eftir að samingur hans við Adana Demirspor rann út í sumar.

Kerala Blasters er í indversku úrvalsdeildinni og er félagið sem Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson spilaði nokkra leiki með árið 2018 á láni frá Stjörnunni.

Balotelli er 34 ára og lék á sínum tíma með Inter, Manchester City, AC Milan, Liverpool og ítalska landsliðinu á sínum ferli. Frá árinu 2018, þegar hann lék sinn síðasta landsleik fyrir Ítalíu, hefur hann leikið með Nice, Marseille, Brescia, Monza, Sion og tvö tímabil með Adana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner