Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 09. október 2016 22:17
Arnar Daði Arnarsson
Laugardal
Birkir Bjarna: Þetta gekk 100% upp í dag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var frábær og við spiluðum mjög vel," sagði Birkir Bjarnason sem stóð sig frábærlega í hlutverki Arons Einars í 2-0 sigri á Tyrkjum í kvöld.

Með sigrinum er Ísland komið með sjö stig eftir þrjár umferðir og taplaust á toppnum ásamt Króötum.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Tyrkland

„Við höfum vitað það lengi að við erum með frábæran hóp. Það eru menn sem geta komið inn og gert nákvæmlega sömu vinnu og jafnvel betri vinnu. Þetta gekk 100% upp í dag," sagði Birkir sem segir að mótspyrna Tyrkja í kvöld hafi ekki komið honum á óvart.

„Þeir eru með frábært lið en kannski sýndu þeir það ekki í dag. Við vorum mjög góðir og eins og við spiluðum í fyrri hálfleik eru ekki mörg lið sem gætu gert eitthvað á móti okkur."

„Þegar við erum tveimur mörkum yfir gegn Tyrkjum sem er gríðarlega sterkt lið þá á maður ekkert að vera taka mikið af sénsum. Við tókum þetta á skynseminni," sagði Birkir.

„Við vorum mjög nálægt því í langan tíma að skora í fyrri hálfleik og þegar fyrsta markið kemur, þá eykur sjálfstraustið og þá sérðu hvað gerist þá."

Viðtalið í heild sinni við Birki má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner