
„Fyrri hálfleikurinn var frábær og við spiluðum mjög vel," sagði Birkir Bjarnason sem stóð sig frábærlega í hlutverki Arons Einars í 2-0 sigri á Tyrkjum í kvöld.
Með sigrinum er Ísland komið með sjö stig eftir þrjár umferðir og taplaust á toppnum ásamt Króötum.
Með sigrinum er Ísland komið með sjö stig eftir þrjár umferðir og taplaust á toppnum ásamt Króötum.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Tyrkland
„Við höfum vitað það lengi að við erum með frábæran hóp. Það eru menn sem geta komið inn og gert nákvæmlega sömu vinnu og jafnvel betri vinnu. Þetta gekk 100% upp í dag," sagði Birkir sem segir að mótspyrna Tyrkja í kvöld hafi ekki komið honum á óvart.
„Þeir eru með frábært lið en kannski sýndu þeir það ekki í dag. Við vorum mjög góðir og eins og við spiluðum í fyrri hálfleik eru ekki mörg lið sem gætu gert eitthvað á móti okkur."
„Þegar við erum tveimur mörkum yfir gegn Tyrkjum sem er gríðarlega sterkt lið þá á maður ekkert að vera taka mikið af sénsum. Við tókum þetta á skynseminni," sagði Birkir.
„Við vorum mjög nálægt því í langan tíma að skora í fyrri hálfleik og þegar fyrsta markið kemur, þá eykur sjálfstraustið og þá sérðu hvað gerist þá."
Viðtalið í heild sinni við Birki má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir