Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 09. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægður með að vera kominn aftur í landsliðshópinn en býst þó við að fá annað hlutverk en hann hefur verið í hingað til í undankeppninni.

Birkir Már var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni er Ísland spilaði við Moldóva og Albani. Góður sigur vannst á Moldóva en svekkjandi tap í Albaníu.

Hann er auðvitað í skýjunum með að vera mættur aftur en býst ekki við því að spila mikið.

„Jú, það er frábært að vera kominn aftur og bara gaman. Ég tel að þetta séu góðir möguleikar, við höfum oft náð góðum úrslitum gegn góðum löndum hér á Laugardalsvelli," sagði Birkir Már við Fótbolta.net

Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir Íslendingum en Frakkar eru heimsmeistarar og með einhvern breiðasta landsliðshóp í heimi. Það eru gæði í öllum stöðum og verður engin breyting á þar á föstudaginn.

„Það er farið yfir alla andstæðinga hvort sem það sé Andorra eða Frakkland eða hvað það er á milli. Það er farið yfir styrkleika og veikleika þó ég held að flestir vita styrkleika þeirra en við förum yfir það sem við getum gert til að refsa þeim."

„Ég býst við að sitja á bekknum og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis inná. Bara mæti og vonast til að spila en hugsa að mitt hlutverk verði að styðja við þá sem eru í byrjunarliðinu."


„Ég held að það sé engin spurning að menn vilji koma til baka og sýna sitt rétta andlit og ná góðum úrslitum."

Birkir Már bjóst ekki endilega við kallinu en ákvað að halda sér í formi eftir að tímabilið kláraðist með Val.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik. Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner