Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 09. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægður með að vera kominn aftur í landsliðshópinn en býst þó við að fá annað hlutverk en hann hefur verið í hingað til í undankeppninni.

Birkir Már var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni er Ísland spilaði við Moldóva og Albani. Góður sigur vannst á Moldóva en svekkjandi tap í Albaníu.

Hann er auðvitað í skýjunum með að vera mættur aftur en býst ekki við því að spila mikið.

„Jú, það er frábært að vera kominn aftur og bara gaman. Ég tel að þetta séu góðir möguleikar, við höfum oft náð góðum úrslitum gegn góðum löndum hér á Laugardalsvelli," sagði Birkir Már við Fótbolta.net

Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir Íslendingum en Frakkar eru heimsmeistarar og með einhvern breiðasta landsliðshóp í heimi. Það eru gæði í öllum stöðum og verður engin breyting á þar á föstudaginn.

„Það er farið yfir alla andstæðinga hvort sem það sé Andorra eða Frakkland eða hvað það er á milli. Það er farið yfir styrkleika og veikleika þó ég held að flestir vita styrkleika þeirra en við förum yfir það sem við getum gert til að refsa þeim."

„Ég býst við að sitja á bekknum og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis inná. Bara mæti og vonast til að spila en hugsa að mitt hlutverk verði að styðja við þá sem eru í byrjunarliðinu."


„Ég held að það sé engin spurning að menn vilji koma til baka og sýna sitt rétta andlit og ná góðum úrslitum."

Birkir Már bjóst ekki endilega við kallinu en ákvað að halda sér í formi eftir að tímabilið kláraðist með Val.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik. Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner