Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   mið 09. október 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Birkir Már Sævarsson er mættur aftur í landsliðshópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægður með að vera kominn aftur í landsliðshópinn en býst þó við að fá annað hlutverk en hann hefur verið í hingað til í undankeppninni.

Birkir Már var ekki valinn í síðasta landsliðsverkefni er Ísland spilaði við Moldóva og Albani. Góður sigur vannst á Moldóva en svekkjandi tap í Albaníu.

Hann er auðvitað í skýjunum með að vera mættur aftur en býst ekki við því að spila mikið.

„Jú, það er frábært að vera kominn aftur og bara gaman. Ég tel að þetta séu góðir möguleikar, við höfum oft náð góðum úrslitum gegn góðum löndum hér á Laugardalsvelli," sagði Birkir Már við Fótbolta.net

Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir Íslendingum en Frakkar eru heimsmeistarar og með einhvern breiðasta landsliðshóp í heimi. Það eru gæði í öllum stöðum og verður engin breyting á þar á föstudaginn.

„Það er farið yfir alla andstæðinga hvort sem það sé Andorra eða Frakkland eða hvað það er á milli. Það er farið yfir styrkleika og veikleika þó ég held að flestir vita styrkleika þeirra en við förum yfir það sem við getum gert til að refsa þeim."

„Ég býst við að sitja á bekknum og vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis inná. Bara mæti og vonast til að spila en hugsa að mitt hlutverk verði að styðja við þá sem eru í byrjunarliðinu."


„Ég held að það sé engin spurning að menn vilji koma til baka og sýna sitt rétta andlit og ná góðum úrslitum."

Birkir Már bjóst ekki endilega við kallinu en ákvað að halda sér í formi eftir að tímabilið kláraðist með Val.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik. Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner