Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. október 2021 13:00
Aksentije Milisic
Fagnið hjá Ísaki var til kærustunnar
Icelandair
Fingurkossarnir upp í stúku.
Fingurkossarnir upp í stúku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson setti nýtt met í gærkvöldið þegar hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu landsliðsins sem skorar mark.

Ísak kom inn á sem varamaður í hálfleik og var mjög sprækur. Honum tókst að jafna metin á 77. mínútu með flottu marki.

Hann bætti þar met Lárusar Guðmundssonar en Lárus var átján ára, sex mánaða og 21 dags gamall er hann skoraði fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Grænlandi í júlí 1980. Ísak bætti metið um sex daga.

Bjarni Guðjónsson, föðurbróðir Ísaks, varð yngsti markaskorari Íslands í keppnisleik þegar hann skoraði í sigri á Liechtenstein árið 1997.

„Kærastan fékk kossana,“ sagði Ísak þegar hann var spurður út í fangið í viðtali við Vísi eftir leik.

„Ég er aldrei stressaður þegar ég spila fótbolta,“ sagði Ísak en hann tók færið sitt í gær einkar vel.
Athugasemdir
banner
banner