Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 09. október 2021 17:55
Victor Pálsson
Kante byrjaður að æfa á ný
Mynd: EPA
N‘Golo Kante, leikmaður Chelsea, er byrjaður að æfa með félaginu eftir að hafa verið í einangrun undanfarna daga.

Kante hefur misst af síðustu tveimur leikjum Chelsea en hann greindist með COVID og var fjarri góðu gamni gegn Southampton og Juventus.

Þessi þrítugi leikmaður er nú búinn í einangrun og er byrjaður að undirbúa sig fyrir næsta verkefni Evrópumeistarana.

Kante er ekki í leikmannahópi Frakklands sem spilaði í Þjóðadeildinni í vikunni og á úrslitaleik framundan gegn Spánverjum í næstu viku.

Miðjumaðurinn ætti því að verða klár fyrir næsta verkefni Chelsea í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner