Það fóru nokkrir æfingalandsleikir fram í dag þar sem England tók á móti Wales og var komið í þriggja marka forystu í leikhlé.
Aston Villa-mennirnir Morgan Rogers og Ollie Watkins skoruðu fyrstu tvö mörkin í kjölfar hornspyrna frá Declan Rice. Walesverjar náðu ekki að hreinsa boltann nægilega langt í burtu og var refsað fyrir. Miðvörðurinn eftirsótti Marc Guéhi er skráður með stoðsendingar í báðum mörkunum eftir flotta vinnu fyrir framan markið.
Bukayo Saka setti þriðja og síðasta mark leiksins á 20. mínútu. Hann skoraði með stórglæsilegu skoti við vítateigslínuna sem var gjörsamlega óverjandi fyrir Karl Darlow markvörð.
Walesverjar spiluðu mjög góðan seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn svo lokatölur urðu 3-0.
Piotr Zielinski skoraði þá eina mark leiksins í sigri Póllands gegn Nýja-Sjálandi á meðan Youssef En-Nesyri gerði eina markið í sigri Marokkó gegn Barein, eftir undirbúning frá Achraf Hakimi.
Ianis Hagi skoraði sigurmark Rúmeníu gegn Moldavíu og vann Úsbekistan gegn Kúveit.
Að lokum hafði Sankti Vinsent og Grenadínur betur gegn Kúbu í Karíbahafinu.
England 3 - 0 Wales
1-0 Morgan Rogers ('3)
2-0 Ollie Watkins ('11)
3-0 Bukayo Saka ('20)
Pólland 1 - 0 Nýja-Sjáland
1-0 Piotr Zielinski ('39)
Marokkó 1 - 0 Barein
1-0 Youssef En-Nesyri ('94)
Rúmenía 2 - 1 Moldavía
1-0 Louis Munteanu ('12)
1-1 Ionut Radu ('38, sjálfsmark)
2-1 Ianis Hagi ('44)
Úsbekistan 2 - 0 Kúveit
1-0 Eldor Shomurodov ('10)
2-0 Khojimat Erkinov ('19)
Sankti Vinsent og Grenadínur 1 - 0 Kúba
1-0 Oalex Anderson ('75)
Posts from the soccer
community on Reddit
Athugasemdir