Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 09:55
Kári Snorrason
Jón Dagur um skotin á sérfræðinga RÚV - „Hugsaði að það væri betra að halda stundum kjafti“
Jón Dagur var ósáttur við sérfræðinga RÚV á EM kvenna í sumar.
Jón Dagur var ósáttur við sérfræðinga RÚV á EM kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna og pabbi Jóns Dags.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna og pabbi Jóns Dags.
Mynd: EPA

Jón Dagur Þorsteinsson, sonur Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennalandsliðsins, kom föður sínum til varnar í sumar þegar sérfræðingar RÚV gagnrýndu þjálfarann. 

Jón Dagur birti færslu á samfélagsmiðlinum Instagram fyrr í sumar þar sem hann skrifaði: „Var regla þegar RÚV valdi í settið, að annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert?" Jón Dagur var spurður út í færsluna í viðtali við RÚV í gærkvöldi.


„Auðvitað fær maður mikið af skilaboðum þegar maður hagar sér eins og hálfviti. Það er hluti af þessu. Ég sé ekkert eftir þessu í dag en daginn eftir þá hugsaði ég að það væri betra að halda stundum kjafti. Þetta var nú bara smá grín, en ég hefði betur átt að sleppa þessu,“ sagði Jón Dagur léttur. 

Aðspurður hvort að hann fylgist vel með störfum föður síns svarar Jón játandi og segist horfa á alla leiki. 

Á meðal sérfræðinga sem Jón Dagur gagnrýndi var Ólafur Kristjánsson, en hann var nýlega ráðinn sem aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna.

„Ég var einhvern veginn að reyna þetta. Að koma honum úr settinu þangað yfir og það hafðist,“ sagði Jón og hló.


Athugasemdir
banner