
Úkraína verður án öflugra leikmanna gegn Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld en í aðahlutverki verður Georgiy Sudakov, besti maður vallarins þegar Úkraína vann Ísland 2-1 í Póllandi á síðasta ári og tryggði sér sæti á Evrópumótinu.
Sudakov er afskaplega skemmtilegur leikmaður, 23 ára sóknarmiðjumaður sem vakti mikla athygli með Shaktar Donetsk áður en hann gekk í raðir Benfica í sumar. Hann hefur farið vel af stað í Portúgal og er fullur sjálfstrausts.
Viktor Tsygankov og Mykhailo Mudryk skoruðu mörkin gegn Íslandi í fyrra. Hvorugur þeirra verður með á morgun en Sudakov lagði upp fyrra markið og átti stóran þátt í því seinna. Hann var sífellt ógnandi og sýndi sköpunarmátt sinn. Hann er leikmaður sem Ísland verður að halda í skefjum á morgun.
Sudakov er afskaplega skemmtilegur leikmaður, 23 ára sóknarmiðjumaður sem vakti mikla athygli með Shaktar Donetsk áður en hann gekk í raðir Benfica í sumar. Hann hefur farið vel af stað í Portúgal og er fullur sjálfstrausts.
Viktor Tsygankov og Mykhailo Mudryk skoruðu mörkin gegn Íslandi í fyrra. Hvorugur þeirra verður með á morgun en Sudakov lagði upp fyrra markið og átti stóran þátt í því seinna. Hann var sífellt ógnandi og sýndi sköpunarmátt sinn. Hann er leikmaður sem Ísland verður að halda í skefjum á morgun.
Á vini sem eru að berjast í stríðinu
Stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á Sudakov en íbúð hans í Kænugarði gjöreyðilagðist í drónaáras fyrir rúmum mánuði síðan. Yelyzaveta eiginkona hans Milana, þriggja ára dóttir þeirra, voru heima en höfðu leitað skjóls áður en árásin var gerð. Þegar Yelyzaveta var ólétt af Milönu dvaldi parið um skeið í neðanjarðarbyrgi vegna innrásar Rússa.
„Ég á kunningja og vini sem eru að berjast í stríðinu. Það er erfitt að einbeita sér að fótbolta en þetta er tækifæri til að sýna hversu megnug þjóðin er. Landsleikir eru tækifæri til að sýna öllum heiminum hugrekki þjóðarinnar. Og til að minna á það að innrás Rússlands veldur fólki okkar miklum ótta og sorg og hana þurfi að stöðva," sagði Sudakov í viðtali við Guardian á síðasta ári.
Athugasemdir