Meirihlutaeigendur Tottenham hafa lagt 100 milljónir punda inn í félagið. Í tilkynningu félagsins segir að fjárfestingin muni styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu félagsins og veita stjórn þess aukna möguleika til að einbeita sér að langtímaárangri Tottenham.
Fjárfestingafélagið Enic, sem rekið er af Lewis Family Trust, á 87% hlut í Tottenham, en eftirstandandi 13% eru í eigu minnihlutahóps fjárfesta.
Fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, Daniel Levy, á 29,88% hlut í Enic, en hann hefur ekki lengur beina aðkomu að rekstri Tottenham eftir að hann lét af störfum í síðasta mánuði.
Nýverið hafa tveir fjárfestingahópar lýst yfir áhuga á að kaupa félagið en ENIC, sem á mest í Tottenham, neitaði tilboðinu og sögðu félagið ekki til sölu.
Athugasemdir