Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 08. október 2025 21:31
Snæbjört Pálsdóttir
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Spartak Subotica í Evrópubikarnumi í kvöld. Þjálfari liðsins, Nik Chamberlain, var ánægður með sigurinn en viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið alveg samkvæmt venjulegum standardi liðsins.

„Ég held að fyrstu 15–20 mínúturnar og síðustu 20 mínúturnar hafi verið góðar. Það var mjög mikilvægt að ná í þriðja og fjórða markið. Restin var ekki alveg samkvæmt okkar venjulega standard af einhverjum ástæðum. Við náðum bara ekki almennilega takti í dag. En sem betur fer náðum við þessum mörkum og ættum að vera í þægilegri stöðu þegar við förum til Serbíu í næstu viku.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

Aðstæður voru mjög erfiðar í Kópavoginum í kvöld, þurfti Nik eitthvað að aðlaga leikplanið vegna veðursins?

„Maður þarf að aðlagast aðeins. Í fyrri hálfleik fengum við tvö mörk bara með því að vinna okkur út á vængina. Augljóslega kom fjórða markið líka þaðan. Við gerðum það bara ekki nægilega oft af einhverjum ástæðum. Ég hélt ekki, eins og við sáum, að vindurinn hefði í raun svo mikil áhrif. Við reyndum bara að finna fætur. Við erum ekki lið sem er stöðugt með langa bolta fram. Það er þess vegna dálítið svekkjandi miðað við heildarframmistöðuna, en ég er ánægður með að við náðum þriðja og fjórða markinu. Stelpurnar sem komu inn á Sunna, Edith, Ása og Líf, gáfu okkur bara þá orku sem við þurftum. Ég er virkilega ánægður fyrir hönd Sunnu að hún hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik.“

Hvernig reynsla heldur þú að það sé fyrir þessa ungu leikmenn að koma inn í svona leik?

„Vonandi er hún frábær. Þær geta bara komið inn og verið þær sjálfar. Þess vegna hafði ég engar áhyggjur. Við þurftum að breyta leiknum aðeins, en við höfum gert það nokkuð oft í sumar. Ég er bara glaður að þær komu inn og spiluðu eins og þær gerðu og sýndu gæðin og hversu bjarta framtíð þær allar hafa.“

Hvað þarf að bæta fyrir næsta leik í Serbíu?

„Þessi atriði verða aðeins betri. Augljóslega held ég að hitastigið verði aðeins betra. Ég hef engar áhyggjur af því, bara að við verðum að vera aðeins nákvæmari. Ég hef engar áhyggjur. Við höfum átt einstaka leiki áður þar sem við höfum ekki náð okkar striki, það er allt í lagi. Við verðum í lagi í næstu viku. Ég hef engar áhyggjur.“

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner