Greint hefur verið frá því að Michail Antonio sé búinn að æfa með úrvalsdeildarliði Brentford að undanförnu en Sky Sports segir að litlar líkur séu á að honum verði boðinn samningur hjá félaginu.
Antonio er 35 ára gamall og er nýlega búinn að jafna sig eftir að hafa fótbrotnað í bílslysi í desember í fyrra. Á þeim tímapunkti var hann byrjunarliðsmaður í liði West Ham þrátt fyrir hækkandi aldur.
Hann sneri aftur til æfinga í sumar en fékk ekki nýjan samning hjá Hömrunum.
Antonio vill snúa aftur á hæsta gæðastig fótboltans en óljóst er hvort eitthvað úrvalsdeildarfélag sé tilbúið til að semja við hann. Sóknarmaðurinn gæti þó skoðað að fara í Championship deildina eða að flytja erlendis.
09.10.2025 09:30
Brentford gæti fengið liðsstyrk þó glugginn sé lokaður
Athugasemdir