Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 09. október 2025 22:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram gerði jafntefli gegn Þór/KA í lokaumferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nýliðarnir enduðu í 8. sæti deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Óskar Smára Haraldsson, þjálfara liðsins eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  1 Fram

„Mér fannst við spila vel. Þetta var örugglega ekki skemmtilegasti leikurinn til að horfa á sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við framan af vera sterkari aðilinn. Skorum gott mark og fáum fullt af góðum stöðum," sagði Óskar Smári.

„Þær jafna metin í seinni hálfleik. Þór/KA er gott lið og komast á bragðið og við erum stálheppnar að þær steli ekki sigrinum, þær áttu það skilið miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Mér fannst það segja til um karakter liðsins að það er ekkert undir í leiknum en að sama skapi erum við að henda okkur fyrir alla bolta á 94. mínútu. Mér finnst það súmmera upp karakterinn í hópnum og liðinu."

Liðið setti sér háleit markmið fyrir tímabilið.

„Ég get ekki verið það hrokafullur að segja að við áttum að vera í topp sex. Stefnan var það, sem nýliðar eru það ansi háleit markmið en markmið númer eitt, tvö og þrjú var að halda sæti sínu í deildinni og að gera það eins og við gerðum, byrjum tímabilið á tveimur, þremur töpum. Það er auðvelt að brotna við það, nýliðar sem eru ekki með marga sem hafa spilað í deildinni áður, það er töluvert auðveldara að brotna og vorkenna sjálfum sér og fara í fýlu. Við gerðum það ekki," sagði Óskar Smári.

„Þessi helvítis EM pása. Við vorum í góðum takti þegar EM pásan kom. Svo fór sá taktur úr okkur og við lentum í bölvuðum vandræðum. Þú þarft að sýna karakter og vilja til að koma út úr stöðu sem þú ert búinn að koma sjálfum þér í. Við gerðum það aftur, mér finnst það segja ansi mikið um þennan leikmannahóp, hungrið, viljan og dugnaðinn að geta staðið uppi sem sigurvegari þess að halda sér uppi í deildinni."

Óskar Smári vill þróa liðið áfram næsta sumar. Hann á eitt ár eftir af samningnum.

„Ég á eitt ár eftir af samning, nema þeir reki mig," sagði Óskar Smári léttur.

„Ef planið verður að gera betur og halda áfram að bæta í þá er ekki spurning um að ég taki slaginn og verði áfram. Þú veist aldrei hvað gerist í fótbolta, ég ætla ekki segja já hérna og svo kemur eitthvað upp á. Vilji minn er klárlega til staðar að klára allavega samninginn og mögulega eitthvað lengur. Mér finnst gott að vera í Fram, þetta er minn klúbbur í dag. Ég er ofboðslega ánægður með framganginn, það eru fjögur ár síðan við vorum í 2. deild. Það væri skrítið ef ég verð ekki áfram að mínu mati."

„Þú veist aldrei hvað gerist, hvernig framtíðarsýn fer saman með þjálfurum og stjórn því mín sýn er að við þurfum að gera betur, bæta í. Ekki vera sáttir núna og ætla svo að falla í einhverja gryfju með það að fara í sigurvímu með að halda okkur uppi. Við þurfum að halda áfram að þróast og þroskast sem félag og fara í rétta átt og vonandi getum við gert það áfram," sagði Óskar Smári að lokum.
Athugasemdir
banner