Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 14:50
Kári Snorrason
Gekk erfiðlega að óska þunnum Víkingum til hamingju
Arnar er stoltur af sínu gamla liði.
Arnar er stoltur af sínu gamla liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fimm árum á dögunum. Hinir tveir titlarnir komu undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, núverandi landsliðsþjálfara.

Arnar var stoltur af sínu gamla liði er hann var spurður út í Víking á blaðamannafundi landsliðsins fyrr í dag. 


„Það var mjög gaman. Ég er ótrúlega stoltur af klúbbnum, Sölva og teyminu. Það gekk erfiðlega að óska þeim til hamingju morguninn eftir, þeir voru frekar þunnir kapparnir.“ 

„Þetta er geggjað fyrir félagið, ótrúleg stemning sem myndaðist. Fyrir mig persónulega var þetta að sjá barnið sitt halda áfram að gera góða hluti. Eiginlega meiri gleði en að vinna sjálfur. Framtíð félgasins er í topp, toppmálum.“

Arnar vann tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla á sínum sjö árum sem stjóri Víkings. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni, en Arnar var spurður út í Víking í lok fundarins.


Athugasemdir
banner