Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
   fim 09. október 2025 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Þór með slitið krossband
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins SönderjyskE, er með slitið krossband.

Frá þessu greinir hann með færslu á samfélagsmiðlum.

Vinstri bakvörðurinn meiddist snemma leiks gegn FCK í lok síðasta mánaðar.

Ljóst er að Keflvíkingurinn verður frá út tímabilið og snýr líklega ekki til baka fyrr en eftir næsta sumar.

Rúnar var keyptur til danska félagsins frá hollenska félaginu Willem II í sumar.

„Ekki beint draumabyrjun í nýju liði og mikið sjokk, slitið krossband. Það koma hindranir á leiðinni og þarna lenti ég á einni. Virkilega þakklátur fyrir alla í kringum mig sem styðja mig og munu hiklaust hjálpa mér að koma sterkari til baka!" skrifar Rúnar.



Athugasemdir