Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 08. október 2025 22:36
Snæbjört Pálsdóttir
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Kvenaboltinn
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Breiðablik vann Spartak Subotica 4-0 á Kópavogsvelli í Evrópubikarnum i í kvöld. Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica hafði þetta um leikinn að segja, 

„Fyrst af öllu vil ég óska Breiðabliki til hamingju með góðan leik og sigurinn. Við reyndum að spila fyrstu 20 mínúturnar að vera þéttar og liggja aftarlega, því við vissum að Breiðablik er gott lið. Hugmyndin okkar var að reyna að komast í skyndisóknir og skora mark á fyrstu 20 mínútunum. Við fengum hins vegar á okkur tvö auðveld mörk. Eftir það reyndum við að ýta okkur hærra upp og spila lengri sendingar. Þá fengum við eitt gott færi, það var tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn, en við nýttum það ekki.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

„Í seinni hálfleik reyndum við að spila okkar leik. Við áttum í vandræðum vegna þess að vindurinn var mjög, mjög sterkur, og við áttum í erfiðleikum með að komast yfir á vallarhelming andstæðinganna. Síðustu 20 mínúturnar fékk heimaliðið tvö góð færi og skoraði tvö mörk. Eftir það hafði það mikla yfirburði eftir fyrri leikinn. Við munum reyna að spila betur í seinni leiknum og reyna að ná betri úrslitum þar.“

Veðrið setti stórt strik í reikninginn fyrir liðin í kvöld, hvernig fannst honum sitt lið bregðast við?

„Við höfum ekki reynslu af því að spila í svona veðri, vindurinn var mjög, mjög sterkur. Það var mjög erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á hugmyndafræðina okkar og leikstílinn okkar. Ég trúi því að heimaliðið spili mun fleiri leiki í svona aðstæðum, þar sem vindurinn hér á eyjunni er mjög sterkur. Við höfum ekki þá reynslu, og ég mér finnst við ekki hafa spilað vel við þessar aðstæður.“

Hvað þarf liðið að bæta fyrir næsta leik?

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum.“


Athugasemdir
banner