Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   mið 08. október 2025 22:36
Snæbjört Pálsdóttir
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Kvenaboltinn
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Breiðablik vann Spartak Subotica 4-0 á Kópavogsvelli í Evrópubikarnum i í kvöld. Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica hafði þetta um leikinn að segja, 

„Fyrst af öllu vil ég óska Breiðabliki til hamingju með góðan leik og sigurinn. Við reyndum að spila fyrstu 20 mínúturnar að vera þéttar og liggja aftarlega, því við vissum að Breiðablik er gott lið. Hugmyndin okkar var að reyna að komast í skyndisóknir og skora mark á fyrstu 20 mínútunum. Við fengum hins vegar á okkur tvö auðveld mörk. Eftir það reyndum við að ýta okkur hærra upp og spila lengri sendingar. Þá fengum við eitt gott færi, það var tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn, en við nýttum það ekki.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

„Í seinni hálfleik reyndum við að spila okkar leik. Við áttum í vandræðum vegna þess að vindurinn var mjög, mjög sterkur, og við áttum í erfiðleikum með að komast yfir á vallarhelming andstæðinganna. Síðustu 20 mínúturnar fékk heimaliðið tvö góð færi og skoraði tvö mörk. Eftir það hafði það mikla yfirburði eftir fyrri leikinn. Við munum reyna að spila betur í seinni leiknum og reyna að ná betri úrslitum þar.“

Veðrið setti stórt strik í reikninginn fyrir liðin í kvöld, hvernig fannst honum sitt lið bregðast við?

„Við höfum ekki reynslu af því að spila í svona veðri, vindurinn var mjög, mjög sterkur. Það var mjög erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á hugmyndafræðina okkar og leikstílinn okkar. Ég trúi því að heimaliðið spili mun fleiri leiki í svona aðstæðum, þar sem vindurinn hér á eyjunni er mjög sterkur. Við höfum ekki þá reynslu, og ég mér finnst við ekki hafa spilað vel við þessar aðstæður.“

Hvað þarf liðið að bæta fyrir næsta leik?

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum.“


Athugasemdir
banner
banner