Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 08. október 2025 22:36
Snæbjört Pálsdóttir
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Kvenaboltinn
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir

Breiðablik vann Spartak Subotica 4-0 á Kópavogsvelli í Evrópubikarnum i í kvöld. Boris Arsic þjálfari Spartak Subotica hafði þetta um leikinn að segja, 

„Fyrst af öllu vil ég óska Breiðabliki til hamingju með góðan leik og sigurinn. Við reyndum að spila fyrstu 20 mínúturnar að vera þéttar og liggja aftarlega, því við vissum að Breiðablik er gott lið. Hugmyndin okkar var að reyna að komast í skyndisóknir og skora mark á fyrstu 20 mínútunum. Við fengum hins vegar á okkur tvö auðveld mörk. Eftir það reyndum við að ýta okkur hærra upp og spila lengri sendingar. Þá fengum við eitt gott færi, það var tækifæri til að koma okkur aftur inn í leikinn, en við nýttum það ekki.“


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Spartak Subotica

„Í seinni hálfleik reyndum við að spila okkar leik. Við áttum í vandræðum vegna þess að vindurinn var mjög, mjög sterkur, og við áttum í erfiðleikum með að komast yfir á vallarhelming andstæðinganna. Síðustu 20 mínúturnar fékk heimaliðið tvö góð færi og skoraði tvö mörk. Eftir það hafði það mikla yfirburði eftir fyrri leikinn. Við munum reyna að spila betur í seinni leiknum og reyna að ná betri úrslitum þar.“

Veðrið setti stórt strik í reikninginn fyrir liðin í kvöld, hvernig fannst honum sitt lið bregðast við?

„Við höfum ekki reynslu af því að spila í svona veðri, vindurinn var mjög, mjög sterkur. Það var mjög erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Ég held að þetta hafi haft mikil áhrif á hugmyndafræðina okkar og leikstílinn okkar. Ég trúi því að heimaliðið spili mun fleiri leiki í svona aðstæðum, þar sem vindurinn hér á eyjunni er mjög sterkur. Við höfum ekki þá reynslu, og ég mér finnst við ekki hafa spilað vel við þessar aðstæður.“

Hvað þarf liðið að bæta fyrir næsta leik?

„Við verðum að bæta ákveðna hluti í vörninni. Við höfum lent í vandamálum áður og við verðum að spila með meira hugrekki. Við verðum að reyna að spila okkar leik, fá inn fleiri sendingar, koma með fleiri leikmenn fram og reyna að skora. Við sjáum til, fyrir okkur er núna mjög mikilvægt að við höfum nokkra unga leikmenn sem við getum þróað áfram. Hugmyndin okkar er að spila betur á heimavelli og reyna að ná betri úrslitum en í fyrri leiknum.“


Athugasemdir
banner
banner
banner