
Enn er óvíst með þátttöku Kylian Mbappe, eins besta leikmanns heims, í landsleikjum Frakklands í þessum glugga en hann mætti í æfingabúðir landsliðsins eftir að hafa meiðst á ökkla með Real Madrid.
Frakkar taka á móti Aserbaídsjan á föstudaginn og fara svo til Íslands þar sem þeir mæta strákunum okkar á Laugardalsvelli á mánudag.
Frakkar taka á móti Aserbaídsjan á föstudaginn og fara svo til Íslands þar sem þeir mæta strákunum okkar á Laugardalsvelli á mánudag.
Mbappe hefur enn ekki getað tekið heila æfingu með franska liðinu en var þó mættur út á æfingavöllinn í dag. Hann tók þátt í upphitun en svo fóru hann og varnarmaðurinn Ibrahima Konate, sem er einnig tæpur, og æfðu einir undir handleiðslu sjúkraþjálfara.
Mbappe horfði á liðsfélaga sína í spili á æfingu áður en hann yfirgaf svæðið á undan öðrum. Franskir fjölmiðlar segja hann aðeins hafa verið með í 1/3 af æfingunni.
Real Madrid fylgist grannt með enda mikilvægir leikir framundan og ekki langt í El Clasico. Mbappe hefur byrjað þetta tímabil frábærlega.
Spænska blaðið Marca telur líklegt að Mbappe verði hvíldur gegn Aserbaídsjan en Frakkar haldi því enn opnu að hann gæti spilað gegn Íslandi. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, verður á fréttamannafundi á morgun og mun vafalítið fá spurningar um stöðuna á Mbappe.
Það vantar þegar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Bradley Barcola, Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Visiblement une fin de séance prématurée pour Kylian Mbappé, la mine grise à deux jours de France - Azerbaïdjan@90minFR pic.twitter.com/3OJEf886tq
— Ilies Peeters (@IliesPeeters) October 8, 2025
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir