Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 09. nóvember 2018 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr um Belga: Þeir skora úr öllum áttum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segist hlakka til síðustu landsleikja ársins sem verða gegn Belgíu og Katar.

Ísland heimsækir Belgíu í Þjóðadeildinni næsta fimmtudag en Belgar eru á toppi heimslista FIFA og unnu fyrri leikinn á Íslandi nokkuð auðveldlega, 0-3.

„Þetta er verðugt verkefni, á útivelli gegn besta liði heims. Við höldum áfram að þróa okkar leik, það er okkar verkefni," sagði Freyr í samtali við Fótbolta.net.

„Við þurfum að vita styrkleikana þeirra og reyna að finna veikleika og svo setjum við leikinn upp með það til hliðsjónar. Það er mjög mikilvægt að horfa í það sem við erum að gera og hafa þróun í því.

„Það er mjög erfitt að horfa í einhverja veikleika og þeir eru með það framyfir aðrar þjóðir að þeir skora úr öllum áttum. Við þurfum að vera mjög klókir í því hvernig við nálgumst þá."


Strákarnir okkar eiga svo heimaleik við Katar mánudaginn 19. nóvember og segir Freyr þann leik vera kærkominn eftir mjög erfitt ár fyrir landsliðið.

„Þeir eru búnir að spila tíu leiki síðan við spiluðum við þá síðast og eru búnir að spila á mörgum leikmönnum. Það er oft óþægilegt að vita ekki hvaða andstæðingur er að koma inn á völlinn en það sem skiptir okkur máli er að við vitum hvernig fótbolta þeir vilja spila.

„Í þessum leik verður langmest áhersla á að prófa okkar leik útfrá veikari andstæðingum heldur en við höfum verið að spila við síðasta árið. Það er kærkomið að fá þannig leik því svoleiðis leikir munu koma upp í undankeppninni sem hefst í mars."

Athugasemdir
banner
banner
banner