Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   mán 09. júní 2025 08:51
Mate Dalmay
Belfast
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
Ágætis líkur eru á því að Sverrir verði klár í slaginn á morgun
Ágætis líkur eru á því að Sverrir verði klár í slaginn á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi ætlar að gifta sig í sumar og halda alvöru grískt partý
Sverrir Ingi ætlar að gifta sig í sumar og halda alvöru grískt partý
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Ingi átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Skotum í 1-3 sigri Íslands á Hampden park á laugardag. Sverrir settist niður með Fótbolti.net í gær á hóteli liðsins í Belfast og ræddi stöðu landsliðsins, lífið hjá Panathinaikos, grískt brúðkaup í sumar og ýmislegt annað. 

Sverrir kláraði ekki leikinn sökum meiðsla en segist vera á réttri leið og stefnir á að vera með gegn Norður-Írum á morgun. „Ég fæ slink á mjöðmina í fyrri hálfleik og stífna upp í seinni, eina rétta í stöðunni var að fara út af. Þetta leit ágætlega út á æfingu áðan og við metum stöðum á mrgun." segir Sverri sem var mjög ánægður með agaða frammistöðu og sigur liðsins gegn Skotum." segir Sverri í viðtali við Fótbolti.net

„Ef við ætlum að eiga möguleika á því að komast á HM í Bandaríkjunum þurfum við að eiga stóran og breiðan hóp."  segir Sverrir um innkomu Harðar Björvins í vörnina sem og frammistöðu Elíasar Rafns í markinu. 

En hvernig er þessi gluggi að nýtast landsliðinu í undirbúningnum fyrir alvöruna sem hefst í september með leikjum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. „Klárlega framfarir frá því gegn Kosovo. Þetta er skrýtin tímasetning, menn á mismunandi stöðum með félagsliðum sínum. Ég er ekki búinn að spila t.d. í 3 vikur en deildirnar í Skandinavíu eru í fullum gangi. En við erum að nýta fundina, fara yfir hvað við gerðum vel og hvað ekki gegn Kosovo. Höfum ekki orku á þessum tímapúnkti í að halda hápressu, en þroskuð frammistaða að halda plani og klára og vinna leikinn örugglega. Þroski sem maður var ekki endilega að búast við hjá okkur eftir leikina gegn Kosovo".

En erum við að fara á HM í Bandaríkjunum næsta sumar? „Það er allt hægt, við getum unnið lið í styrkleikaflokknum sem Ukraína er í og viljum klárlega "challenga" Frakkana. Við höfum sýnt það að allt er hægt þegar við förum á góð run og fáum fólk með okkur. Við erum bara að einbílna á okkur sjálfa núna og reyna að taka þessi réttu skref núna og skilja hvað Arnar við frá okkur. Það er stefnan að vera á réttum stað þegar alvaran byrjar í haust".


Sverrir er ánægður hjá Panathinaikos í Grikklandi en liðið endaði 16 stigum á eftir erkifjendum sínum Olympiacos. „Við vorum ekki alveg tilbúnir að keppa við þá á þessum tímapúnkti. Fengum nýjan þjálfara í haust og teljum að við getum bætt í með nýjum mönnum sem eru að koma inn hjá okkur og unnið deildina næsta tímabil. Á sama tíma mikilvægt að hafa náð öðru sæti og þátttökurétt í undankeppni fyrir Meistaradeildina".

Framundan er brúðkaup hjá Sverri, smá frí en svo hefst strax undirbúningur fyrir undankeppni Meistaradeildarinnar. „Eftir þennann glugga er 13 daga frí sem ég ætla bara að eyða með fjölskyldunni. Svo ætla ég að gifta mig í sumar og einblína á það í lok júní. Síðan byrjar alvaran aftur".

„Það væri geggjað að geta tekið þátt í þessu öllu sama. Undankeppni Meistaradeilarinna og átt góða undankeppni með landsliðinu og leyft öllum að dreyma". segir Sverri að lokum og vonast eftir alvöru partýi í lok júní þegar hann mun ganga í það heilaga.


Athugasemdir