Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mán 09. júní 2025 08:51
Mate Dalmay
Belfast
Sverrir Ingi: Meistaradeildin, komast á HM og grískt brúðkaup á dagskrá
Ágætis líkur eru á því að Sverrir verði klár í slaginn á morgun
Ágætis líkur eru á því að Sverrir verði klár í slaginn á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi ætlar að gifta sig í sumar og halda alvöru grískt partý
Sverrir Ingi ætlar að gifta sig í sumar og halda alvöru grískt partý
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Ingi átti frábæran leik í hjarta varnarinnar gegn Skotum í 1-3 sigri Íslands á Hampden park á laugardag. Sverrir settist niður með Fótbolti.net í gær á hóteli liðsins í Belfast og ræddi stöðu landsliðsins, lífið hjá Panathinaikos, grískt brúðkaup í sumar og ýmislegt annað. 

Sverrir kláraði ekki leikinn sökum meiðsla en segist vera á réttri leið og stefnir á að vera með gegn Norður-Írum á morgun. „Ég fæ slink á mjöðmina í fyrri hálfleik og stífna upp í seinni, eina rétta í stöðunni var að fara út af. Þetta leit ágætlega út á æfingu áðan og við metum stöðum á mrgun." segir Sverri sem var mjög ánægður með agaða frammistöðu og sigur liðsins gegn Skotum." segir Sverri í viðtali við Fótbolti.net

„Ef við ætlum að eiga möguleika á því að komast á HM í Bandaríkjunum þurfum við að eiga stóran og breiðan hóp."  segir Sverrir um innkomu Harðar Björvins í vörnina sem og frammistöðu Elíasar Rafns í markinu. 

En hvernig er þessi gluggi að nýtast landsliðinu í undirbúningnum fyrir alvöruna sem hefst í september með leikjum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. „Klárlega framfarir frá því gegn Kosovo. Þetta er skrýtin tímasetning, menn á mismunandi stöðum með félagsliðum sínum. Ég er ekki búinn að spila t.d. í 3 vikur en deildirnar í Skandinavíu eru í fullum gangi. En við erum að nýta fundina, fara yfir hvað við gerðum vel og hvað ekki gegn Kosovo. Höfum ekki orku á þessum tímapúnkti í að halda hápressu, en þroskuð frammistaða að halda plani og klára og vinna leikinn örugglega. Þroski sem maður var ekki endilega að búast við hjá okkur eftir leikina gegn Kosovo".

En erum við að fara á HM í Bandaríkjunum næsta sumar? „Það er allt hægt, við getum unnið lið í styrkleikaflokknum sem Ukraína er í og viljum klárlega "challenga" Frakkana. Við höfum sýnt það að allt er hægt þegar við förum á góð run og fáum fólk með okkur. Við erum bara að einbílna á okkur sjálfa núna og reyna að taka þessi réttu skref núna og skilja hvað Arnar við frá okkur. Það er stefnan að vera á réttum stað þegar alvaran byrjar í haust".


Sverrir er ánægður hjá Panathinaikos í Grikklandi en liðið endaði 16 stigum á eftir erkifjendum sínum Olympiacos. „Við vorum ekki alveg tilbúnir að keppa við þá á þessum tímapúnkti. Fengum nýjan þjálfara í haust og teljum að við getum bætt í með nýjum mönnum sem eru að koma inn hjá okkur og unnið deildina næsta tímabil. Á sama tíma mikilvægt að hafa náð öðru sæti og þátttökurétt í undankeppni fyrir Meistaradeildina".

Framundan er brúðkaup hjá Sverri, smá frí en svo hefst strax undirbúningur fyrir undankeppni Meistaradeildarinnar. „Eftir þennann glugga er 13 daga frí sem ég ætla bara að eyða með fjölskyldunni. Svo ætla ég að gifta mig í sumar og einblína á það í lok júní. Síðan byrjar alvaran aftur".

„Það væri geggjað að geta tekið þátt í þessu öllu sama. Undankeppni Meistaradeilarinna og átt góða undankeppni með landsliðinu og leyft öllum að dreyma". segir Sverri að lokum og vonast eftir alvöru partýi í lok júní þegar hann mun ganga í það heilaga.


Athugasemdir
banner
banner