Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýska landsliðið mun ekki spila þar sem konur mega ekki horfa
Mynd: Getty Images
Fritz Keller, fyrrum forseti Freiburg, er nýr forseti þýska knattspyrnusambandsins. Hann er búinn að leggja fram sína fyrstu tillögu í nýju starfi sem var samþykkt samhljóða.

Hann lagði til að þýska knattspyrnusambandið myndi héðan í frá ekki spila í löndum þar sem konur fá ekki jafnan rétt og karlar á áhorfendapöllunum.

Þau verða ekki mörg löndin sem þýska landsliðið mun sleppa að spila í, en þetta á til að mynda ekki við um Katar þar sem HM 2022 verður haldið.

Sádí-Arabía og Íran eru meðal þjóða sem hafa verið gagnrýnd fyrir að hleypa konum ekki á karlaleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner