Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 09. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýska landsliðið mun ekki spila þar sem konur mega ekki horfa
Fritz Keller, fyrrum forseti Freiburg, er nýr forseti þýska knattspyrnusambandsins. Hann er búinn að leggja fram sína fyrstu tillögu í nýju starfi sem var samþykkt samhljóða.

Hann lagði til að þýska knattspyrnusambandið myndi héðan í frá ekki spila í löndum þar sem konur fá ekki jafnan rétt og karlar á áhorfendapöllunum.

Þau verða ekki mörg löndin sem þýska landsliðið mun sleppa að spila í, en þetta á til að mynda ekki við um Katar þar sem HM 2022 verður haldið.

Sádí-Arabía og Íran eru meðal þjóða sem hafa verið gagnrýnd fyrir að hleypa konum ekki á karlaleiki.
Athugasemdir
banner