Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 09. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Aubameyang fær engin færi - Týndur í kerfi Arteta
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Arsenal steinlá 3-0 á heimavelli gegn Aston Villa í gær og hefur einungis skorað níu mörk í fyrstu átta umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður Arsenal, hefur ekki skorað úr opnum leik síðan gegn Fulham í fyrstu umferð. Ef vítaspyrnan gegn Manchester United er tekin frá er Aubameyang með samanlagt 0.58 mörk í XG í leikjunum átta á tímabilinu sem þýðir að hann er að komast í afar fá góð færi.

„Sóknarleikurinn þeirra er ekkert sérstakur. Bukayo Sako er að fá mikið vægi í 3-4-3 kerfinu þeirra á vinstri vængnum. Mér finnst hann taka frá Aubameyang. Mér hefur fundist Aubameyang vera bestur þegar hann fær boltann vinstra meginn og kemur sjálfur með boltann. Hann er aldrei í þeim stöðum. Hvað höfum við séð hann oft í þeirri stöðu að hann sker inn og setur boltann í fjærhornið? Það er nánast aldrei," sagði Tómas Þór Þórðarson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Aubameyang gerði nýjan samning við Arsenal í byrjun tímabils.„Hann þarf líka að líta í eigin barm maðurinn. Frá því að hann fékk seðlana í vasann hefur hann ekki tekið þátt í þessu móti," sagði Tómas.

Bjarni Þór Viðarsson tók undir með Tómasi með að Aubameyang sé ekki að nýtast Arsenal í núverandi leikkerfi.

„Hann er týndur þarna. Honum finnst gott að fá boltann í lappirnar og "kötta" inn. Hann er líka ágætur í að fara aftur fyrir vörninni og bíða í línunni eftir að fá boltann. Hann er ekki í stöðu til þess og það er kominn tími til að Arteta fari aðeins að hugsa þetta upp á nýtt," sagði Bjarni.

Enski boltinn - Tom og Bjarni fóru yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner