Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 09. nóvember 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Jota betri en Firmino í dag
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino og Diogo Jota voru báðir í byrjunarliði Liverpool í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City í gær. Jota hefur raðað inn mörkum að undanförnu og Firmino á það á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt þegar Fabinho snýr aftur á miðjuna.

„Ég held að þeir fari alltaf í 4-3-3 þegar Fabinho kemur aftur. Hann mun rótera Firmino og Jota en ég hef meiri trú á að hann noti Jota meira á næstunni. Hann er betri en Firmino eins og er," sagði Bjarni Þór Viðarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Firmino er rosalega heilagur í þessu liði. Það eru allir búnir að sætta sig við það fyrir löngu að hann skorar ekki jafn mikið og Mane og Salah," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Í fyrra var hann að vinna fleiri bolta en þeir í fyrstu pressunni. Þetta lið snýst um þennan Klopp pressu bolta og hann var númer 1, 2 og 3 þar. Það var enginn maður sem vann boltann fyrstur oftar en Firmino."

„Hann er að skora minna og hann er langt undir hinum líka í að vinna boltann. Hann er nánast useless núna í því sem hann hefur fram að færa. Þess vegna finnst mér skiljanlegt að Jota fái fleiri tækifæri núna. Jota er miklu betri en Firmino akkúrat í dag,"
sagði Tómas Þór.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tom og Bjarni fóru yfir stóru málin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner