Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 09. nóvember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Telur að ekki eigi að fjölga skiptingum
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið um meiðsli í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en álagið á leikmenn er gríðarlegt.

UEFA gefur heimild fyrir fimm skiptingum á hvort lið þetta tímabilið en enska úrvalsdeildin ákvað að heimila aðeins þrjár. Kosið var um málið milli félaga deildarinnar.

Nú er uppi sú umræða, vegna fjölda meiðsla, að breyta í fimm skiptingar til að dreifa álaginu.

John Cross, íþróttastjóri Mirror, telur að ekki eigi að breyta.

„Mér finnst rétt að halda sig við það sem félögin vilja. Fegurðin í ensku úrvalsdeildinni er lýðræðið og allir eru með rödd," segir Cross.

„Þegar kosið var um þetta í september kusu þrettán félög um að leyfa þrjár skiptingar en sjö félög vildu leyfa fimm. Það er því um tveir/þriðju sem telja að það eigi að vera þrjár skiptingar."

„Það kemur vissulega niður á þeim liðum sem eru með leikjaálag en lið sem eru ekki í Evrópukeppni vilja ekki að andstæðingurinn geti nýtt sér fimm skiptingar til að ná sigri."
Athugasemdir
banner
banner
banner