Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   mán 09. desember 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shakespeare aðstoðar Pearson hjá Watford
Watford hefur fundið aðstoðarmann Nigel Pearson, sem á dögunum var ráðinn stjóri liðsins.

Craig Shakespeare verður aðstoðarmaður en hann stýrði Leicester á árinu 2017.

Shakespeare hefur unnið með Pearson áður. Hann var aðstoðarmaður hans hjá WBA, Hull og Leicester. Í þann eina leik sem Sam Allardyce var landsliðsþjálfari Englands var Shakespeare í teyminu hjá landsliðinu.

Eftir að Pearson var rekinn frá Leicester árið 2015 var Shakespeare áfram og aðstoðaði Claudio Ranieri þegar Leiceser varð Englandsmeistari. Í febrúar 2017 var Ranieri rekinn og Shakespeare tók við liðinu tímabundið.

Í júní það ár skrifaði hann undir þriggja ára samning hjá Leicester en honum var vikið úr starfi í október sama ár. Í desember það ár skrifaði hann undir hjá Everton og aðstoðaði Allardyce sem þá var við stjórnvölinn í Bítlaborginni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner