Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki alveg seldur á Argentínu - „Samt erfitt að hrífast ekki með þeim"
Mynd: Getty Images

Argentína er komið í undanúrslit á HM eftir maraþon leik gegn Hollandi sem liðið vann í vítaspyrnukeppni. Liðið mætir Króatíu í undanúrslitunum.


Árangur Argentínu var til umræðu í HM stofunni eftir leikinn en menn voru ekki sannfærðir um að liðið gæti farið alla leið.

„Við töluðum um það í hálfleik að það væri gaman að sjá hvað Hollendingarnir ætluðu að gera á móti þeim. Mér finnst þeir aðeins falla á prófinu að halda forystunni, það hefur gengið illa hjá þeim að klára leiki," sagði Heimir Hallgríms.

„Hins vegar er rosalegur karakter í þessu liði, ég er sammála Arnari, það eru engar sérstakar stórstjörnur í þessu liði fyrir utan Messi og fáir sem ganga frá leikjum. Di María kom inn núna og verður vonandi klár í undanúrslitin. Ég er ekki alveg seldur."

Ekki annað hægt en að vera hlutdrægur.

„Það er samt erfitt að hrífast ekki með þeim. Þeir gefa hjarta og sál í verkefnið svo þessi saga með Messi sem er búinn að vera glæsilegur fulltrúi í okkar íþrótt í 18-20 ár. Þú villt ekki vera hlutdrægur í beinni útsendingu en þú ert það samt því þú heldur svo mikið með honum," sagði Arnar


Athugasemdir
banner
banner