Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 09. desember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gerrard hrósar Henderson í hástert - „Flekklaus innan sem utan vallar"
Bellingham og Henderson í leiknum gegn Senegal.
Bellingham og Henderson í leiknum gegn Senegal.
Mynd: Getty Images
„Hann hefur verið flekklaus," segir Steven Gerrard um frammistöður Jordan Henderson á HM til þessa. Gerrard er goðsögn hjá Liverpool þar sem Henderson er nú fyrirliði.

Gerrard hrósar einnig framkomu Henderson utan vallar og segir hann hafa þaggað niður í gagnrýnisröddum.

Henderson var frekar óvænt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar það mætti Senegal í 16-liða úrslitunum. Flestir höfðu búist við því að Mason Mount yrði í byrjunarliðinu. Henderson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta markið í öruggum 3-0 sigri.

Gerrard tekur í sama streng og Jude Bellingham gerði eftir leikinn. „Ég hef séð sumt af þessu rugli sem er sagt um hann og það að hann sé að spila. Þetta er með öllu fáránlegt því hann er svo vanmetinn. Hann skilaði sínu enn og aftur í stórleik og það með mikilvægu marki. Það er kominn tími á að hann fái virðingu," sagði Bellingham meðal annars.

„Ég er stuðningsmaður enska liðsins og fylgist vel með Jordan. Hann hefur verið flekklaus, bæði innan og utan vallar," sagði Gerrard í viðtali sem birt var á heimasíðu Liverpool.

„Hann var auðvitað maður leiksins, mjög verðskuldað, og hann þaggaði niður í nokkrum gagnrýnisröddum sem út af einhverri ástæðu hafa eitthvað út á hann að setja. Verandi miðjumaður, hafandi verið með Jordan daglega, að sjá hverju hann fórnar, hans ákveðni og hvað hann leggur í eigin undirbúning, erfiðsvinnuna sem hann leggur á sig, þá kemur mér ekki á óvart að hann sé að ná þessum frammistöðum og ég er hæstánægður fyrir hans hönd. En það virðist vera þannig að aðilar utan Liverpool fjölskyldunnar þurfi ekki ástæðu til að benda á hann af ástæðulausu. Ég er mjög ánægður að hann hafi þaggað niður í nokkrum," sagði Gerrard.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Henderson verði aftur í byrjunarliðinu þegar England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner