KR tilkynnti í dag að félagið hafi fengið unglingalandsliðsmanninn Hrafn Guðmundsson frá Aftureldingu. Hrafn var samningsbundinn Mosfellingunum út tímabilið 2025 svo líklega hefur hann verið keyptur.
Hrafn er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til KR síðan Gregg Ryder tók við þjálfun liðsins í haust. Í tilkynningu KR er rætt við Gregg sem segir:
Hrafn er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til KR síðan Gregg Ryder tók við þjálfun liðsins í haust. Í tilkynningu KR er rætt við Gregg sem segir:
„Við erum ánægð með að fá Hrafn inn í leikmannahópinn hjá KR og höfum trú á að Hrafn verði framtíðarleikmaður fyrir KR. Við teljum að þessi undirskrift sýni stefnu félagsins að fá inn unga og spennandi leikmenn sem munu vonandi skína fyrir félagið og á sínum ferli,"
Hrafn Guðmundsson er 17 ára gamall en var þrátt fyrir ungan aldur að spila sitt þriðja tímabil með meistaraflokki Aftureldingar í sumar.
Hann spilaði sína fyrstu leiki í Lengjudeildinni sumarið 2021 þegar hannn spilaði þrjá leiki. Hann skoraði svo eitt mark í 13 leikjum í deildinni í á síðasta ári. Í sumar spilaði hann svo 18 leiki og skoraði 1 mark.
Hann hefur spilað fimm leiki með U17 landsliði Íslands en einnig með U16 og U15
Athugasemdir