sun 10. janúar 2021 07:00
Aksentije Milisic
Pioli: Ég mun horfa á leik Roma og Inter
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, var ekki hissa á því að lið hans kom til baka eftir tapið gegn Juventus í miðri viku og vann sannfærandi sigur á Torino í gærkvöldi.

Milan vann leikinn 2-0 og er því með fjögurra stiga forystu á granna sína í Inter en Inter mætir Roma í gífurlega mikilvægum leik á eftir.

„Fyrri hálfleikurinn var frábær, þetta kom mér ekki á óvart. Í síðari hálfleik náðum við að standast pressuna frá Torino, sem hefur verið að spila vel undanfarið," sagði Pioli.

„Ég mun klárlega horfa á leik Roma og Inter (í dag). Ég mun ekki horfa á hann vegna þess að þessi lið eru í tveimur næstu sætum á eftir okkur, ég mun horfa á hann því ég er fullviss um að þetta verði frábær leikur."

„Þetta er tvö góð lið með tvo flotta þjálfara. Að auki þá elska ég að horfa á íþróttir."

Ljóst er að toppbaráttan á Ítalíu mun verða spennandi allt til loka tímabils en mörg lið eru í baráttunni sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner