Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 10. febrúar 2024 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Asíubikarinn: Katar vann annað mótið í röð - Afif með vítaspyrnuþrennu
Mynd: EPA
Jordanía 1 - 3 Katar
0-1 Akram Afif ('22, víti)
1-1 Yazan Al-Naimat ('67)
1-2 Akram Afif ('73, víti)
1-3 Akram Afif ('95, víti)

Katar mætti Jordaníu í úrslitaleik Asíubikarsins í dag og fékk þar tækifæri til að vinna keppnina í annað sinn í röð, en þetta var í fyrsta sinn sem Jordanía komst í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn var nokkuð jafn þar sem Jordanar voru sterkari á vellinum, en Katar stóð uppi sem sigurvegari þökk sé vítaspyrnuþrennu frá Akram Afif.

Afif skoraði eina mark fyrri hálfleiksins úr vítaspyrnu og jafnaði Yazan Al-Naimat í síðari hálfleik.

Afif tók forystuna aftur fyrir Katar með marki úr vítaspyrnu og innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma með þriðju vítaspyrnunni.

Suður-Kórea, Sádi-Arabía og Japan hafa öll unnið Asíubikarinn tvisvar í röð í sögu keppninnar. Íran vann þrisvar í röð frá 1968 til 1976.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner