Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 14:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer án eiginkonu sinnar í óvænt skref til Mexíkó
Ramos með eiginkonu sinni.
Ramos með eiginkonu sinni.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrrum fyrirliði Real Madrid, skipti á dögunum óvænt yfir til Mexíkó þar sem hann samdi við Monterrey.

Ramos hafði verið án félags í sex mánuði en hann yfirgaf Sevilla síðasta sumar.

Hinn 38 ára gamli Ramos skrifaði undir eins árs samning í Mexíkó en eiginkona hans, Pilar Rubio, mun ekki fylgja honum þangað. Hún er sögð þreytt á flutningum.

„Í þetta skiptið fer ég ekki með. Ég hef nú þegar þurft að fara með honum tvisvar. Sergio fer einn," sagði Rubio við Bild en hún býr í Madríd.

Ramos og Rubio giftust árið 2019 en þau eiga fjögur börn saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner