Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Höfum eytt minna en allir samkeppnisaðilar á Englandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Englandsmeistarar Manchester City voru í ófyrirséðum vandræðum þegar janúarglugginn opnaði og ákváðu því að dýfa sér í leikmannamarkaðinn.

Man City keypti leikmenn fyrir um 180 milljónir punda til að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir seinni hluta tímabilsins.

„Ef þið horfið á síðustu fimm árin þá erum við í neðsta sæti af hefðbundnu topp 6 liðunum þegar kemur að peningaeyðslu í nýja leikmenn. Meira að segja eftir allan þennan pening sem við notuðum núna í janúarglugganum þá erum við búnir að eyða minna heldur en Chelsea, Man Utd, Arsenal, Tottenham og Liverpool. Okkur hefur tekist að fjármagna flest kaup með sölum á leikmönnum," svaraði Pep Guardiola þjálfari Man City þegar hann var spurður út í eyðslu félagsins í janúarglugganum.

„Þegar allt kemur til alls þá eru öll félög frjáls til að gera það sem þau vilja með peninginn sinn, ekki satt? Ef við horfum á síðustu 10 ár þá erum við í þriðja sæti yfir eyðslu en þrátt fyrir það höfum við unnið jafn oft og raun ber vitni."

Man Ciiy hefur verið að glíma við erfið meiðslavandræði á tímabilinu og hefur verið án spænska miðjumannsins Rodri frá því í september. Hann verður líklega frá keppni út tímabilið. Man City keypti miðjumanninn Nico González frá Porto í janúar í tilraun til að fylla í skarðið.

„Það væri æðislegt að komast langt í Meistaradeildinni og fá Rodri til baka á þeim tímapunkti, en ég vil ekki setja neina pressu á hann. Í mínum huga þá er Rodri ekki partur af liðinu fyrr en á næsta tímabili. Hann gæti snúið aftur fyrr en við reiknum með og það væri gott.

„Nico Gonzalez getur spilað með Rodri í framtíðinni, það er klárt mál. Við höfum fylgst með honum í langan tíma og reyndum að fá hann til okkar þegar hann var ennþá í akademíunni hjá Barcelona en mistókst það.

„Allir leikmennirnir sem við keyptum í janúarglugganum eru ungir, þetta eru leikmenn sem geta verið mikilvægir fyrir félagið í framtíðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner