Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gakpo æfði í dag og verður í hópnum á morgun
Mynd: EPA
Liverpool fær PSG í heimsókn á Anfield á morgun í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liverpool fór til Frakklands í síðustu viku og stórkostleg frammistaða Alisson lagði grunninn að sigrinum en Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins undir lokin þegar hann var ný kominn inn á sem varamaður.

Það eru góðar fréttir úr herbúðum Liverpool í dag að Cody Gakpo er byrjaður að æfa eftir meiðsli og Arne Slot staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði í hópnum á morgun.

Gakpo er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni ásamt Harvey Elliott, Luis Diaz og Mohamed Salah en þeir hafa skorað þrjú mörk hver.


Athugasemdir
banner