Liverpool fær PSG í heimsókn á Anfield á morgun í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Liverpool fór til Frakklands í síðustu viku og stórkostleg frammistaða Alisson lagði grunninn að sigrinum en Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins undir lokin þegar hann var ný kominn inn á sem varamaður.
Liverpool fór til Frakklands í síðustu viku og stórkostleg frammistaða Alisson lagði grunninn að sigrinum en Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins undir lokin þegar hann var ný kominn inn á sem varamaður.
Það eru góðar fréttir úr herbúðum Liverpool í dag að Cody Gakpo er byrjaður að æfa eftir meiðsli og Arne Slot staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann yrði í hópnum á morgun.
Gakpo er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni ásamt Harvey Elliott, Luis Diaz og Mohamed Salah en þeir hafa skorað þrjú mörk hver.
Liverpool's Cody Gakpo is in training ahead of tomorrow's Champions League match against PSG after being out injured ???????? pic.twitter.com/ofrrqKphcW
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 10, 2025
Athugasemdir