Þýski markvörðurinn Alexander Nübel hefur verið að gera frábæra hluti hjá Stuttgart, þar sem hann leikur á láni frá FC Bayern.
Nübel er 27 ára gamall og gæti verið framtíðarmarkvörður FC Bayern eftir að Manuel Neuer leggur hanskana á hilluna. Nubel er að gera nýjan samning við Bayern sem gildir til 2030 en hann verður lánaður aftur út til Stuttgart á næstu leiktíð. Fabrizio Romano greinir frá þessu, eftir að Julian Agardi greindi fyrst frá.
Núverandi samningur Nubel við Bayern rennur út eftir eitt ár, en hann á aðeins fjóra leiki að baki fyrir þýska stórveldið.
Á dvöl sinni hjá Bayern hefur Nubel aðallega leikið í frönsku deildinni, þar sem hann var aðalmarkvörður hjá Mónakó í tvö ár áður en hann var lánaður til Stuttgart í fyrra.
Athugasemdir