Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Ég er ekki jólasveinninn
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segir að það verði líklega ekkert óvænt í hópnum fyrir EM í sumar en hann tilkynnir hópinn þann 18. maí.

Franska landsliðið hefur verið besta landslið heims síðustu ár en liðið komst í úrslitaleik EM árið 2016 og vann svo HM í Rússlandi fyrir þremur árum.

Það er mikið af gæðaleikmönnum sem koma til greina í franska hópinn en það verður ekkert óvænt í valinu.

„Ég er ekki jólasveinninn. Ég er ekki hér til að tilkynna eitthvað óvænt," sagði Deschamps.

„Ég er aðeins að fínpússa hópinn. Ég er með leikmenn eins og Corentin Tolisso sem er að jafna sig af meiðslum og fleiri. Ég þarf meiri upplýsingar um ástandið á þessum mönnum."

„Ég mun tilkynna hópinn 18. maí en það eru leikir eftir það. Ég er með leikmenn sem mun taka þátt í úrslitaleikjum í Evrópu- og Meistaradeild. Vonandi fer það allt vel. Það er aðeins einn listi sem skiptir máli og það er sá sem við sendum til FIFA þann 1. júní,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner