Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 10. maí 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Leik Fylkis og Tindastóls frestað - Fer fram 10. júní
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt að fresta leik Fylkis og Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna en hann átti að fara fram á morgun.

Fjögur smit greindust á Sauðárkóki og var talsverður fjöldi sendur í sóttkví.

Leik KFG og Tindastóls var frestað í gær og greindi Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, í viðtali í hlaðvarpsþættinum Boltinn á Norðurlandi, að unnið væri að því að fresta leik liðsins gegn Fylki á morgun.

Meistaraflokkur karla- og kvenna fóru í skimun á dögunum og sýna niðurstöðurnar að enginn leikmaður var með jákvætt sýni. Liðin mega æfa en allt annað er sett til hliðar.

KSÍ hefur nú staðfest þær fregnir en leikurinn fer fram fimmtudaginn 10. júní.
Athugasemdir
banner
banner