Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. maí 2021 06:00
Victor Pálsson
Sancho veit ekkert hvað gerist næst
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, veit ekki hvar hann verður að spila eftir nokkur ár og segist líða þægilega í Þýskalandi.

Sancho er orðaður við hin ýmis félög í Evrópu en Manchester United er talinn líklegur áfangastaður hans.

Sancho skoraði tvennu fyrir Dortmund í gær er liðið vann mikilvægan 3-2 sigur á RB Leipzig.

Hvar Englendingurinn verður næsta vetur er óljóst en hann er uppalinn hjá Manchester City.

„Ég veit ekki neitt um mína framtíð. Ég er mjög ánægður hjá Dortmund þessa stundina," sagði Sancho.

„Ég elska félagið, stuðningsmennina og liðið. Þeir gáfu mér fyrsta atvinnumanna leikinn og ýttu á eftir mér."

Athugasemdir
banner
banner