Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   mán 10. maí 2021 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Sandra: Liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel
Kvenaboltinn
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra SIgurðardóttir, markvörður Vals í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð brött þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Þrótturum í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Bæði lið fengu góð færi í leiknum til að skora en Þróttaraliðið var mjög agað og skipulagt í varnarleiknum og varð jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

„Ég þarf að melta þetta aðeins. Mér finnst vanta alveg smá í okkar leik, bæði gæði og ákvarðanatökur. Ég ætla hins vegar ekki að taka neitt af Þróttaraliðinu sem var agað og skipulagt og var að berjast fyrir sínu," sagði Sandra við Fótbolta.net.

„Að vissu leyti vorum við heppnar því þær fá alveg sín færi ekki það að við hefðum alveg getað sett eitthvað í dag en svona fór þetta."

„Mér finnst við alveg vera búnar að undirbúa okkur fyrir það að þær geta náð í úrslit, skipulagðar og vita hvað þær ætla að gera. Þannig það var ekkert óvænt."


En hvað hefur vantað hjá Valsliðinu?

„Við þurfum að stilla okkur saman og skerpa á hausnum á okkur, hver og ein. Það vantar ekki gæðin hjá okkur en maður getur gert jafntefli og tapað í fótboltanum. Maður er ekkert alltaf geggjaður en fínt að hafa eitthvað sem maður getur lagað."

Breiðablik tapaði óvænt fyrir ÍBV í Eyjum, 4-2, en Sandra segir það fagnaðarefni að það sé komin svona mikil spenna.

„Ég held að þetta sýni að það er breyting á öllum liðum og liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel og ég held þetta gæti verið mjög spennandi í sumar og vonandi verður það þannig, bara gaman," sagði hún í lokin.
Athugasemdir