Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   mán 10. maí 2021 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Sandra: Liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel
Kvenaboltinn
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra SIgurðardóttir, markvörður Vals í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð brött þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Þrótturum í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Bæði lið fengu góð færi í leiknum til að skora en Þróttaraliðið var mjög agað og skipulagt í varnarleiknum og varð jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

„Ég þarf að melta þetta aðeins. Mér finnst vanta alveg smá í okkar leik, bæði gæði og ákvarðanatökur. Ég ætla hins vegar ekki að taka neitt af Þróttaraliðinu sem var agað og skipulagt og var að berjast fyrir sínu," sagði Sandra við Fótbolta.net.

„Að vissu leyti vorum við heppnar því þær fá alveg sín færi ekki það að við hefðum alveg getað sett eitthvað í dag en svona fór þetta."

„Mér finnst við alveg vera búnar að undirbúa okkur fyrir það að þær geta náð í úrslit, skipulagðar og vita hvað þær ætla að gera. Þannig það var ekkert óvænt."


En hvað hefur vantað hjá Valsliðinu?

„Við þurfum að stilla okkur saman og skerpa á hausnum á okkur, hver og ein. Það vantar ekki gæðin hjá okkur en maður getur gert jafntefli og tapað í fótboltanum. Maður er ekkert alltaf geggjaður en fínt að hafa eitthvað sem maður getur lagað."

Breiðablik tapaði óvænt fyrir ÍBV í Eyjum, 4-2, en Sandra segir það fagnaðarefni að það sé komin svona mikil spenna.

„Ég held að þetta sýni að það er breyting á öllum liðum og liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel og ég held þetta gæti verið mjög spennandi í sumar og vonandi verður það þannig, bara gaman," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner