Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 10. maí 2021 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Sandra: Liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel
Kvenaboltinn
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra SIgurðardóttir, markvörður Vals í Pepsi Max-deildinni, var nokkuð brött þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Þrótturum í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Valur

Bæði lið fengu góð færi í leiknum til að skora en Þróttaraliðið var mjög agað og skipulagt í varnarleiknum og varð jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

„Ég þarf að melta þetta aðeins. Mér finnst vanta alveg smá í okkar leik, bæði gæði og ákvarðanatökur. Ég ætla hins vegar ekki að taka neitt af Þróttaraliðinu sem var agað og skipulagt og var að berjast fyrir sínu," sagði Sandra við Fótbolta.net.

„Að vissu leyti vorum við heppnar því þær fá alveg sín færi ekki það að við hefðum alveg getað sett eitthvað í dag en svona fór þetta."

„Mér finnst við alveg vera búnar að undirbúa okkur fyrir það að þær geta náð í úrslit, skipulagðar og vita hvað þær ætla að gera. Þannig það var ekkert óvænt."


En hvað hefur vantað hjá Valsliðinu?

„Við þurfum að stilla okkur saman og skerpa á hausnum á okkur, hver og ein. Það vantar ekki gæðin hjá okkur en maður getur gert jafntefli og tapað í fótboltanum. Maður er ekkert alltaf geggjaður en fínt að hafa eitthvað sem maður getur lagað."

Breiðablik tapaði óvænt fyrir ÍBV í Eyjum, 4-2, en Sandra segir það fagnaðarefni að það sé komin svona mikil spenna.

„Ég held að þetta sýni að það er breyting á öllum liðum og liðin eru að bæta sig og hafa skipulagt sig vel og ég held þetta gæti verið mjög spennandi í sumar og vonandi verður það þannig, bara gaman," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner