Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 10. júní 2024 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Hollands: Níu breytingar - Van Dijk og Ake í vörninni
Icelandair
Van Dijk og Gakpo byrja
Van Dijk og Gakpo byrja
Mynd: Getty Images

Búið er að opinbera lið Hollands sem mætir Íslandi í vináttulandsleik ytra klukkan 18:45.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

Holland lagði Kanada örugglega 4-0 fyrir helgi á meðan Ísland vann frábæran 1-0 sigur á Englandi á Wembley.

Memphis Depay, Wout Weghorst, Jeremie Frimpong og Virgil van Dijk skoruðu mörk Hollendinga gegn Kanada.

Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands gerir níu breytingar á liðinu. Bart Verbruggen er áfram í markinu og Memphis Depay í fremstu línu. Leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Nathan Ake, Cody Gakpo og Xavi Simons koma inn í liðið.


Athugasemdir
banner
banner